Flateyri: tvær myndlistarsýningar á Bryggjukaffi

Á Flateyri standa yfir tvær myndlistarsýningar á kaffihúsinu Bryggjukaffi. Flateyringarnir Svanhildur Guðmundsdóttir og Magnús Eggertsson sýna þar verk eftir sig. Um er að ræða sölusýningar.

Svanhildur sýnir vatnslitamyndir sem hún hefur málað undanfarna mánuði. Svanhildur, sem er búsett í Noregi segist hafa verið að nota aukinn frítíma á covid tímum til þess að grípa í pensilinn. Myndefnið sækir hún á heimaslóðir og er úr Önundarfirðinum.

Svanhildur Guðmundsdóttir.

Magnús Eggertsson sýnir olíuverk og er myndefnið líka sótt í fjörðinn.

Bryggjukaffið: