Flateyri: snjósöfnunargrindur fyrir 69 m.kr.

Flateyri. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Bæjarráð ísafjarðarbæjar hefur samþykkt tillögu Framkvæmdasýslu ríkisins vegna útboðs á uppsetningu á snjósöfnunargrindum á Flateyri, þar sem lagt er til að samið verði við lægstbjóðanda í verkið þ.e. Köfunarþjónustan ehf. að fjárhæð kr. 69.208.221.

Tvö tilboð bárust og var hitt tilboðið frá UAB Gridinta upp á 178,6 m.kr. Kostnaðaráætlun er 128,3 m.kr.

Nemur lægra tilboðið aðeins 54% af kostnaðaráætluninni.

Í bréfi Framkvæmdasýslu ríkisins segir að eftir athugun á fjárhagsstöðu og reynslu Köfunarþjónustunnar ehf í samræmi við ÍST 30 og reglur um innkaup ríkisins, hafi ekki ekkert það komið í ljós, sem mælir gegn fyrirtækinu sem verktaka í þessu verki.

Í tillögu Verkís um leiðir til að bæta ofanflóðavarnir á Flateyri segir um snjósöfnunargrindur:

„er lagt til að prófað yrði að setja snjósöfnunargrindur upp á Eyrarfjall fyrir ofan Innra-Bæjargil og Skollahvilft, en þaðan koma snjóflóðin sem falla í átt að Flateyri. Með því á að minnka snjómagnið sem safnast þar upp og minnka líkurnar á því að flóð falli. Þetta hefur verið prófað á Patreksfirði. Ávinningurinn af þessari aðgerð gæti orðið mikill en talsverð óvissa er um virkni grinda.“

DEILA