Fiskistofa rukkar fyrir ólögmætan afla strandveiðibáta

Nú fer fram vinna við álagningar vegna umframafla strandveiðibáta í maí og búast má við reikningum í heimabanka í dag.

Strax í kjölfarið mun yfirlit berast vegna umframafla í júní og tækifæri fyrir útgerð til að andmæla skráningu.

Mikilvægt er að skipstjórar strandveiðibáta tilkynni við löndun hvort ufsi sem veiðist skuli vera skráður sem strandveiðiafli í verkefnasjóð, en umframafli er reiknaður út frá öllum botnfisktegundum í hlutfalli við löndunina ef ufsinn er ekki skráður sem slíkur.

Fiskistofa áréttar að ábyrgðin á því að afli sé rétt skráður liggur hjá skipstjórum.

Leyfi til strandveiða hafa verið gefin út til 678 báta og var landaður afli strandveiðibáta miðvikudaginn 14. júlí samtals 7.423.129 kg., sem er 64.13% af þeim heimildum (11.100 tonn) sem úthlutað er til strandveiða á fiskveiðiárinu 2020/2021.

DEILA