Í ársskýrslu Fiskistofu fyrir síðasta ár 2020 er greint frá því að farin hafi verið í lok júlí sérstök efirlitsferð í Ketildali við Arnarfjörð á Vestfjörðum vegna gruns um að eldislax væri til staðar í ám á svæðinu. Rannsakaðar voru þrjár ár í
Bakkadal, Fífustaðadal og Selárdal.
Veiddust 3 laxar og voru tekin sýni af þeim og send til Hafrannsóknastofnunar til erfðagreiningar. Ekki báru fiskarnir dæmigerð útlitseinkenni eldisfiska. Niðurstöður erfðagreiningar gáfu ekki til kynna að fiskarnir væru af eldisuppruna.
Fiskarnir voru merktir og síðan sleppt.
Í engri þessarar þriggja áa er skráður veiddur lax á árunum 1985 – 2020 samkvæmt yfirliti Hafrannsóknarstofnunar um laxveiði í íslenskum ám á þessu tímabili.