Bolungavík: 39 tonn í strandveiði síðustu viku

Bolungavíkurhöfn. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Landað var 39 tonnum af strandveiðiafla í Bolungavík í síðustu viku. Aflinn skiptist á 38 báta. Gæftir voru stirðar og voru eiginlega aðeins tveir dagar sem flotinn fór á veiðar.

Vikuna á undan varð aflinn mun meiri. Þá lönduðu 42 bátar um 97 tonnum eftri þrjá veiðidaga. Fyrstu vikuna í mánuðinum var landað um 80 tonnum.

Alls eru 256 tonn komin á land af strandveiðibátum í Bolungavíkurhöfn.

DEILA