Bíldudalshöfn: Aðeins eitt tilboð barst

Í gær voru opnuð tilboð í verk hjá Hafnarsjóði Vesturbyggðar „Bíldudalshöfn – Steypt þekja, lagnir og raforkuvirki 2021“.

Helstu verkþættir eru að slá upp mótum, járnbinda og steypa þekju, alls um 2445 m2., leggja ídráttarrör og vatns og frárennslislagnir ásamt því að steypa upp vatns- og rafbúnaðarhús og á verkinu að vera lokið 15. júní 2022.

Eina tilboðið sem barst var frá Geirnaglanum ehf á Ísafirði að upphæð 163,3 milljónir en áætlaður verktakakostnaður var 128,9 milljónir kr.