Bergþór efstur hjá Miðflokknum

Miðflokkurinn hefur birt framboðslista flokksins í Norðvesturkjördæmi fyrir næstu Alþingiskosningar. Bergþór Ólason, alþm og Sigurður Páll Jónsson, alþm. skipa tvö efstu sæti listans. Í 3. sæti er Finney Anita Thelmudóttir, Reykjavík, sem er frá Ísafirði og í 6. sæti er Hákon Hermannsson, Ísafirði. Í 9. sæti er Óskar Torfason, Drangsnesi. Gunnlaugur Sigmundsson, fyrrv. alþm Vestfirðinga er í 15. sæti listans.

Miðflokkurinn bauð fyrst fram í síðustu Alþingiskosningum og fékk tvo menn kjörna í Norðvesturkjördæmi.

Bergþór þakkar það traust sem honum og öðrum frambjóðendum á listanum er sýnt og segist hlakka mikið til að vinna með þessu góða fólki í kosningabaráttunni.

Listinn allur er hér að neðan:

1. Bergþór Ólason, alþingismaður, Akranesi

2. Sigurður Páll Jónsson, alþingismaður, Stykkishólmi

3. Finney Anita Thelmudóttir, Reykjavík

4. Ílóna Sif Ásgeirsdóttir, Skagaströnd

5. Högni Elfar Gylfason, Korná, Skagafirði

6. Hákon Hermannsson, Ísafirði

7. Anna Halldórsdóttir, Borgarnesi

8. Erla Rut Kristínardóttir, Akranesi

9. Óskar Torfason, Drangsnesi

10. Valgerður Sveinsdóttir, Borgarbyggð

11. Erna Ósk Guðnadóttir, Skagaströnd

12. Ragnar Rögnvaldsson, Skagaströnd

13. Hafdís Björgvinsdóttir, Stykkishólmi

14. Ingi Guðnason, Reykjavík

15. Gunnlaugur Sigmundsson, fv.alþingismaður, Reykjavík

16. Óli Jón Gunnarsson, Akranesi

DEILA