Allir þurfa að sýna neikvætt próf á landamærunum

Á fundi ríkisstjórnarinnar í hádeginu í dag var ákveðið að skylda bólusett fólk til að framvísa neikvæðu Covid-prófi við komuna til landsins.

Þetta er gert vegna fjölgunar smita að undanförnu.

Fólk getur annað hvort framvísað PCR-prófi eða hraðprófi. Reglurnar öðlast gildi í næstu viku.

Þá verður mælst til þess að þau sem eru með tengslanet hér á landi, eins og búsettir Íslendingar, fari í skimun innan sólarhrings frá því að koma til landsins.

Sömu reglur verða áfram í gildi um óbólusetta. Þeir þurfa að fara í skimun á flugvelli, þá í fimm daga sóttkví og loks í skimun.

DEILA