300 manns á fjölskylduhátíð í Súðavík

Mikill fjöldi sótti fjölskylduhátíðina í Súðavík sem Raggagarður stóð fyrir í dag. Blíðskaparveður var og glaða sólskin. Börn og unglingar undu sér vel í fjölmörgum leiktækjum garðsins og boðið var upp á grillaðar pylsur og gosdrykki.

Mugison flutti nokkra þekkta slagara sína við góðar undirtektir og Benedikt Sigurðsson og félagar spilaði og söng.

Finnur Jónsson afhenti Raggagarði listaverk Jóns Gunnars Árnasonar að gjöf og var það afhjúpað við hátíðlega athöfn.

Hjónin Sesselja Vilborg Arnarsdóttir og Halldór Þórisson hafa í mörg ár unnið hörðum höndum að því að koma garðinum upp og fengið mikla aðstoð frá Súðvíkingum, fyrirtækjum og ótal fleirum. Kostnaðurinn hleypur á tugum milljóna króna og er garðurinn hinn glæsilegasti.

Hluti af leiktækjunum.
Mugison.
Finnur Jónsson framkvæmdastjóri Iceland Sea Angling.
Svar Súðvíkinga við hinum fræga bekk við Kaupfélagshornið á Ísafirði er bekkurinn í Raggagarði. Þarna sitja útgerðarmennirnir Friðrik Sigurðsson, Samúel Kristjánsson og Árni Þorgilsson og rekur þá ekki í vörðurnar.