Uppskrift vikunnar

Mér dettur nú ekki fyrst í hug að setja lax á pizzu en þessi uppskrift frá Ísfirðinga er einstaklega áhugaverð og hvet ég allt til að prófa. Fleiri uppskriftir er hægt að nálgast á www.isfirdingur.is

Innihald:

Pizzubotn (hægt að kaupa tilbúinn botn og best að baka hann í nokkrar mínútur áður en toppings eru settar á)
Pizza sósa
Reyktur lax (í litlum bitum)
Laukur (í þunnum sneiðum)
Chili eða jalapeno
Rjómaostur
Capers
Rifinn ostur

Leiðbeiningar:

1. Ofnin hitaður í 250 celcius. Ef notaður er pizzusteinn er hann hitaður vel á undan.

2. Pizzubotninn bakaður til hálfs og því næst tekinn út úr ofninum og pizzasósa sett yfir.

3. Reyktur lax, laukur, chili, rjómaostur, capers og rifinn ostur sett yfir.

4. Að því loknu er pizzan bökuð í 5 mínútur í viðbót. .

5. Þegar pizzan er bökuð er gott að bæta ofaná klettakáli, parmigiano, avakado, pipar og góðum olíum.

Verði ykkur að góðu.

Halla Lúthersdóttir.

DEILA