Um 60 strandveiðibátar lönduðu á Patreksfirði í maí

Landað úr starndveiðibát á Patreksfirði. Mynd: Patreksfjarðarhöfn.

Í maí lönduðu 60 strandveiðibátar á Patreksfirði samtals 439 sinnum. Heildaraflinn var 339 tonn sem gerir 771 kg í róðri.

Flestir heimamanna náðu 12 dögum í mánuðinum en eftir því sem leið á mánuðinn fjölgaði bátunum. Afli flestra bátanna sem reru í 12 daga var yfir 9 tonn í mánuðinum.

Í gær löndu 38 strandveiðibátar á Patreksfirði samtals tæpum 30 tonnum á Patreksfirði og var meðalafli á bát 786 kg.

Að sögn hafnarvarðar voru fyrstu bátarnir að koma inn til löndunar um áttaleitið um morguninn og hjá flestum tók veiðiferðin þetta 6 til 8 klukkustundir. Undantekningar laust var um mjög góðan fisk að ræða.

DEILA