Nýtt og veglegt orgel verður vígt í Árneskirkju á sunnudaginn 20. júní kl. 14.
Það eru hjónin Ágúst Herbert Guðmundsson og Guðrún Gísladóttir á Akureyri sem gáfu Arneskirkju þessa höfðinglegu gjöf, en Ágúst lést úr MND sjúkdómnum í janúar síðastliðnum.
Orgelið er af gerðinni Viscount Prestige 80 með þremur hljómborðum og fótpetal.
Við athöfnina mun Guðmundur H. Guðjónsson leika á orgelið en hann er faðir Ágústar og ættaður frá Kjörvogi. Þá mun Védís Guðmundsdóttir flautuleikari sem er dóttir Guðmundar einnig taka þátt í athöfninni.