Þingmaður Samfylkingar: Vg guggnaði í vernd fyrir Teigsskóg

Rósa Björk Brynjólfsdóttir, alþingismaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi þingmaður Vinstri grænna sakaði flokkinn sem leiðir ríkisstjórnina um að guggna í hápólitískum umhverfismálum. Nefndi hún sérstaklega í ræðu sinni í umræðu á Alþingi í gærkvöldi vegalagningu um Teigsskóg og Hvalárvirkjun sem dæmi um mál sem ríkisstjórnin hefði ekki slegið út af borðinu heldur guggnað. Sagði hún að sérlög giltu til verndar Teigsskógi.

„Kæru landsmenn, loftslags – og umhverfismálin hafa verið í gíslingu Sjálfstæðisflokksins allt þetta kjörtímabil. Þau hafa náð því fram að metnaðurinn væri lítill, lítil skref tekin og engin róttækni leyfð. Og því miður hefur flokkurinn sem leiðir við ríkisstjórnarborðið guggnað yfir fleiri hápólitískum umhverfismálum. Má þar nefna vegalagningu um Teigskóg,  sem um gilda sérlög og hefur að auki sérstaka vernd í náttúruverndarlögum. Engin afdráttarlaus pólitísk lína hefur verið gefin út vegna virkjunaráforma í Hvalá á Ströndum, heldur treyst á lagaþrætur og dóma til að tefja málið.“

Rósa Björk Brynjólfsdóttir skipar annað sæti á lista Samfylkingarinnar í öðru Reykjavíkurkjördæmanna fyrir komandi Alþingiskosningar.

DEILA