Það er margt að varast

Í tilkynningum frá Matvælastofnun kemur fram að það sé margt að varast. Þannig varar stofnunin við slysahætta af bjórdósum. Matvælastofnun varar við neyslu á tveimur framleiðslulotum af Benchwarmers Citra Smash bjórdósum frá Benchwarmers Brewing Co. Dósirnar geta bólgnað út og sprungið. ÁTVR hefur í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur innkallað vöruna.

Þá varar Matvælastofnun neytendur með ofnæmi eða óþol við Quinoa Corn Puffs með jalapeno og cheddar bragði frá Eat Real. Snakkið getur innihaldið mjólk en það er ekki upptalið í innihaldslýsingu vörunnar. Innnes ehf. í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hafa hafið innköllun á vörunni af markaði.

Einnig er varað við neyslu á Panang Curry Paste, Kari Curry Paste og Samyang Cheese Ramen núðlum vegna vanmerkinga á ofnæmis- og óþolsvöldum. Panang Curry Paste og Kari Curry Paste innihalda rækjur en Samyang Ramen núðlur innihalda hveiti, mjólk, soja og sesam. Verslunin Álfheimar hefur innkallað vörurnar af markaði í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur.

Loks má nefna að varað er við svínseyrum fyrir gæludýr eftir að salmonella greindist í sýni. Um er að ræða ópökkuð svínseyru sem seld voru í sjálfvali í verslunum Gæludýr.is og Bendir síðastliðnar fjórar vikur

DEILA