Tálknafjarðarhreppur kannar möguleika á virkjun og hitaveitu

Tálknafjörður.

Á síðasta fundi hreppsnefndar Tálknafjarðarhrepps var lögð fram endaleg útgáfa af skýrslu um frumhönnun Hólsárvirkjunar og var ákveðið að gera hana aðgengilega á heimasíðu sveitarfélagsins.

Þá var á fundinum ákveðið að ganga til samninga við Verkfræðiskrifstofuna Verkís um að vinna forathugunar á hitaveitu á Tálknafirði, sem væri tengd virkjun Hólsár.

Full samstaða var á fundinum um að vinna að þessum málum og vonast er til að niðurstaðan verði hagstæð.

DEILA