Sumarvertarnir á Vagninum taka formlega yfir í dag þann 1. júní.
Af því tilefni er boðið til smá opnunarhófs og sumarið ræst. Kynntur verður til leiks nýr barseðill sem verður í boði þangað til að spænska eldhúsið opnar formlega. Á barseðlinum má meðal annars finna landsfrægar grillaðar samlokur sem margir vilja meina að séu þær bestu á Íslandi.
Kl. 20 verður svo barsvar sem vertinn og Gettu betur spurningakempan Steinþór Helgi mun stýra. Hann lofar að keppnin verði í léttari kantinum og að henti jafn gáfnaljósum sem sullukollum. 2 saman í liði, þátttaka er ókeypis og veglegar veigar í boði fyrir sigurvegarana.