Sigurður Orri Kristjánsson skipar 3. sætið á lista Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi. Hann skrifaði í gærkvöldi á facebook síðu sinni að hann væri þess fullviss að Þ-H leiðin sem meðal annars liggur um Teigsskóg, myndi breyta miklu til hins betra og sagðist styðja framkvæmdina heils hugar. Meðal þeirra sem hafa skrifað athugasemd við færsluna og lýst sig sammála henni eru Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar og Helga Vala Helgadóttir, alþm.