Samgöngufélagið: könnun um veglínu í Vatnsfirði

Samgöngufélagið hefur efnt til könnunar um afstöðu til þverunar Vatnsfjarðar við Breiðafjörð. Sveitarfélagið Vesturbyggð hefur auglýst tillaga að aðalskipulagi Vesturbyggðar 2018 til 2035, sem m.a. tekur til friðlandsins í Vatnsfirði við norðanverðarn Breiðafjörð. Athugasemdafrestur er til og með 24. júní nk.

Sveitarfélagið leggst gegn þverun og vill endurbyggja veginn fyrir Vatnsfjörð en Samgöngufélagið telur þverun betri kost.

Af þessu tilefni hefur verið sett fram könnun á afstöðu til gerðar vegar yfir fjörðinn. Felur könnunin í sér skýra myndræna framsetningu með gagnvirkri þrívíddarsýn á þá tillögu sem um ræðir og um leið aðgengilegan vettvang fyrir áhugasama til að koma viðhorfum sínum á framfæri. Um er að ræða svonefnda veglínu F , eins og hún sýnd í frummatsskýrslu Vegagerðarinnar fyrir Vestfjarðaveg (60) um Dynjandisheiði og Bíldudalsveg o.fl. sjá hér :

Könnunin er unnin af fyrirtækinu ENVALYS að beiðni Samgöngufélagsins og má nálgast hana hér :

Study (envralys.is)


Niðurstöður könnunarinnar, sem standa mun til 23. júní nk., verða birtar opinberlega og komið á fram-færi við þá sem málið varðar að henni lokinni segir í fréttatilkynningu frá Samgöngufélaginu. Forsvarsmaður þess er Jónas Guðmundsson.


Er ekki vitað til að könnun sem þessi hafi áður farið fram og ætlað er að gefa almenningi kost á að lýsa skoðun sinni á í tengslum við mögulegar vegaframkvæmdir við undirbúning aðalskipulags.