Salthúsið – Koltra handverkshús búið að opna

Salthúsið á Þingeyri er elsta hús Þingeyrar byggt 1778.

Salthúsið hýsir nú Koltru handverkshús og upplýsingamiðstöð.

Koltra opnaði í dag þann 15. júní og að sögn Ragnheiðar Laufeyjar Önnudóttir starfsmanni Koltru hefur verið stöðugt rennsli hjá henni í dag.  Greinilegur áhugi á íslensku handverki.

Koltra er opin alla daga frá 11-17 og hægt er að hafa samband varðandi opnun utan opnunartíma.

Myndir: Ragnheiður Laufey Önnudóttir.

DEILA