Prófkjör: Teitur Björn í 2. sæti eftir fyrstu tölur

Teitur Björn Einarsson frá Flateyri er í 2. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi þegar talin hafa verið 800 atkvæði af um 2.200. Hann hefur fengið 359 atkvæði samanlagt í tvö efstu sætin, sem er 43 atkvæðum meira en Haraldur Benediktsson.

Þórdís K. Gylfadóttir varaformaður Sjálfstæðisflokksins og ráðherra hefur afgerandi stuðning í 1. sætið. Hún er með 532 atkvæði í það sæti en Haraldur Benediktsson 225 atkvæði.

Þriðji er Haraldur Benediktsson og Sigríður Elín Sigurðardóttir er sem stendur í 4. sæti.

Miðað við hinn mikla mun á Þórdísi og Haraldi í 1. sætið má telja nokkuð víst að Þórdís muni verða efst í prófkjörinu, þótt enn sé um 2/3 greiddra atkvæð ótalin.

Hins vegar er munurinn milli Teits Björns og Haraldar það lítill að óvarlegt að telja að röðin í 2. og 3. sætið sé ráðin.

DEILA