Nýr dómari á Vestfjörðum

Nýr dómari hefur verið skipaður við Héraðsdóm Vestfjarða. Bergþóra Ingólfsdóttir hefur verið flutt til og er nú við Héraðsdóm Reykjavíkur og í hennar stað er kominn Halldór Björnsson sem áður var við Héraðsdóm Norðurlands eystra.

Dómaraskiptin urðu 1. apríl síðastliðinn. Að sögn Guðbjargar Skarphéðinsdóttur skrifstofustjóra við dómstólinn þurfti ekki að auglýsa stöðuna lausa til umsóknar þar sem Halldór óskaði eftir flutningi til Ísafjarðar.

DEILA