Myndlistarverkefnið STAÐIR

STAÐIR á ensku Places, er myndlistarverkefni í umsjón listamanna sem hóf göngu sína árið 2014.

Verkefnið miðar að því að skapa tíma og rými fyrir listamenn til að vinna að nýjum verkum, ýmist varanlegum eða tímabundnum, í návígi við náttúruna eða sögulega og einstaka staði. Listamennirnir hafa nú dvalið fyrir vestan og skapað listaverk sprottin út frá vinnudvöl og tíma sínum þar.

Listamennirnir sem taka þátt í ár eru;

Anna Júlía Friðbjörnsdóttir – Hrafnseyri
Auður Lóa Guðnadóttir – Selárdalur
Eygló Harðardóttir – Fossfjörður og Skrímslasetrið, Bíldudal
Starkaður Sigurðarson – Selárdalur

Opnunin verður haldin föstudaginn 18. júní 2021 og munu sýningarnar standa til loka ágústs. Stefnt er að því að bjóða sýningargestum í siglingu á milli sýningarstaða í Arnarfirðinum á opnuninni.

STAÐIR 2021 er í höndum sýningarstjórana Becky Forsythe, Evu Ísleifs og Þorgerðar Ólafsdóttur.

DEILA