Mikill munur á bensínverði

Mikill verðmunur er á ódýrasta bensínlítranum og þeim dýrasta. Verðið er lægst á völdum stöðum á höfuðborgarsvæðinu og lægstu verðin eru iðullega í nágrenni Costco.

Hægt er að sjá verð á bensíni og díselolíu á GSMbensín sem er verðkönnunarþjónusta fyrir bensín- og olíuverð. Upplýsingum um verð olíufélaganna er aflað reglulega og stöðvarnar birtar í hækkandi röð.

Verðmunur er oftast minni á Vestfjörðum og á öðrum svæðum landsbyggðarinnar.

Í viðtali við Ríkisútvarpið segir Runólfur Ólafsson farmkvæmdarstjóri FÍB

„Ég held að þessi eina stöð Costco í Kauptúni sé að selja hátt í fimmtán prósent af heildarmagni eldsneytissölu á Íslandi,“ segir Runólfur.

En hvað getur skýrt 50 króna mun? Er Costco að borga með eldsneytinu eða erum við að fá meiri þjónustu þegar við borgum 50 krónum meira?

„Aðalskýringin er álagning,“ segir Runólfur.

Oftast situr landsbyggðin uppi með hæsta eldsneytisverðið.

„Við sjáum það að þetta er bara verðstýringastefna af því að þessi fyrirtæki eru að reka önnur fyrirtæki sem eru að selja þjónustuvörur fyrir heimilin og matvöru á sama verði um land allt,“