Lögreglan á Vestfjörðum varar við svikapóstum sem hafa verið að berast almenningi, hvort heldur í formi sms-boða eða með tölvupósti.
Í mörgum þessum póstum er verið að biðja móttekendur um að uppfæra persónuupplýsingar og fl.
Oft er þetta sent eins og erindið komi frá bankastofnunum eða öðrum sem eru með viðskiptavini í þjónustu.
Lögreglan á Vestfjörðum hefur fengið tilkynningar um a.m.k. tvö tilvik þar sem grunlausir móttakendur hafa orðið við þessum erindum og hlotið skaða af, sendandinn hefur þá komist inn á bankareikninga viðkomandi og tekið umtalsvert fé út.