List í Alviðru 2021 – Milli fjalls og fjöru

Í Alviðru dveljast nú listamenn sem eru að vinna að umhverfislist í landi Alviðru í Dýrafirði og setja upp samsýningu í Fjárhúsunum og hafa vinnuaðstöðu þar líka. Við köllum það Fjárhús Listhús og erum að gefa því listrænt hlutverk um leið og umhverfislist er sköpuð í landi Alviðru. Þema verkefnisins er Milli fjalls og fjöru og eru listamennirnir víða að en hópurinn er samsettur af listamönnum búsettum á Vestfjörðum, listamönnum ættuðum frá Vestfjörðum og listamönnum frá Norðurlandi Eystra. Markmiði er að búa til tengingar og skapa saman umhverfislist í Dýrafirði .

Dagrún Matthíasdóttir er verkefnastjóri og vann þessa hugmynd í samvinnu við Alviðrusystkinin. Matthildur Helgadóttir Jónudóttir er titluð fjárhússtjóri og felst í því sýningingarstjórn í Fjárhúsi Listhúsi og Kristján Örn Helgason er til aðstoðar við ýmsar útfærslur og reddingar í verkefninu. 

Á sunnudaginn 27.júní verður opinn viðburður sem er listamannaspjall þátttakenda verkefnisins og kynning á þeim og um leið opnum við myndlistasýningu í Fjárhúsinu. Það hefst kl.20 í Lubbanum sem er gamla fjósið við veginn og að því loknu förum við í Fjárhús Listhús  á opnun. Það eru allir velkomnir. Verkefninu lýkur svo með opnun á umhverfislistaverkum 3. júlí og standa þau verk í sumar í landi Alviðru.

Það er vant fólk að störfum og mikil tilhlökkun í hópnum að fást við það að vinna að myndlist í landi Alviðru. Listamenn sem taka þátt í verkefninu eru: 

Marsibil Kristjánsdóttir

Guðbjörg Lind Jónsdóttir
Nina Ivanova
Mireya Samper
K J Baysa
Aðalsteinn Þórsson
Arna Valsdóttir
Steinunn Matthíasdóttir
Guðrún Hadda Bjarnadóttir
Ólafur Sveinsson
Þóra Karlsdóttir
Dagrún Matthíasdóttir

Verkefnið er samstarfsverkefni Listakisa og systkinana í Alviðru.

Verkefnið er styrkt af ,,Öll vötn til Dýrafjarðar“ sem er samstarfsverkefni Vestfjarðastofu, Byggðastofnunar og Ísafjarðarbæjar.

DEILA