Kvaka er vefverslun á Ströndum

Strandir.is hefur opnað vefverslun sem ber heitið Kvaka. Kvaka selur hönnun og handverk af Ströndum, þar sem ýmist hönnuðirnir, hráefnið eða viðfangsefnið er af Ströndum.

Í byrjun eru sex aðilar sem selja í Kvaka en fleiri aðilar munu bætast við á næstu vikum og úrvalið aukast. Í framhaldinu er stefnt að því að bjóða upp á matvörur úr héraði í vefversluninni.

Ákveðið var á íbúafundi Sterkra Stranda fyrir ári síðan að ráðast í þeta verkefni sem Sýslið verkstöð stendur fyrir.

Vonandi er að verkefnið njóti velvildar Strandafólks og að sem flestir framleiðendur að handverki og hönnun sjá sér fært að selja í kvaka.is