knattspyrna:Vestri vann Aftureldingu

Frá leiknum á laugardaginn. Vestramenn eru hvítklæddir. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Karlalið Vestra í knattspyrnu bar sigurorð af Aftureldingu í Mosfellsbæ á laugardaginn er liðin öttu kappi í Lengjudeildinni á Ísafirði.

Vestri hafði frumkvæðið í leiknum og tók forystuna rétt fyrir leikhlé með marki frá Vladimir Tufegdzic. Um miðjan seinni hálfeik gerði Luke Morgan Conrad Rae annað mark og kom Vestra í 2:0 forystu. Skömmu fyrir leikslok fékk Afturelding vítaspyrnu og minnkaði muninn. Dómarinn dæmdi Aftureldingu aukaspyrnu við vítateig Vestra. Spyrnt var í varnarvegginn og úrskurðaði dómarinn að um vítaspyrnu væri að ræða. Báðir dómarnir voru mjög umdeilanlegir svo ekki sé meira sagt.

Vestri er nú í 5. sæti í deildinni eftir 6 umferðir með 9 stig.

DEILA