Karfan: Vestri vann Hamar

Vestri jafnaði metin við Hamar í einvígi liðanna um sæti í efstu deild karla í körfuknattleik. Liðin mættust í Jakanum á Ísafirði í gærkvöldi og hafði Vestri betur með 89:77 stigum. Úrslitin réðust í öðrum leikhluta sem Vestramenn unnu með 12 stiga mun og Vestfirðingar leiddu í hálfleik með 15 stiga mun.

Hvort lið hefur nú unnið einn leik, en vinna þarf þrjá leiki til þess að sigra í einvíginu.

Næsti leikur er þriðjudaginn 8. júní í Hveragerði.

Vestri: Nemanja Knezevic 23/12 fráköst, Ken-Jah Bosley 22/5 fráköst/11 stoðsendingar, Marko Dmitrovic 12, Hugi Hallgrímsson 11/8 fráköst, Gabriel Adersteg 11/10 fráköst, Hilmir Hallgrímsson 6/5 fráköst, Friðrik Heiðar Vignisson 4/4 fráköst, James Parilla 0, Blessed Parilla 0, Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson 0, Arnaldur Grímsson 0, Gunnlaugur Gunnlaugsson 0.

Knattspyrna: Tap fyrir Fram

Karlalið Vestra í knattspyrnu sótti topplið Fram heim í Lengjudeildinni, sem er næstefsta deildin. Það reyndist vera þungur róður því Fram liðið hafði nokkra yfirburði og sigraði 4:0. Skömmu fyrir leikslok, í stöðunni 3:0 fékk Vestri vítaspyrna en mistókst að nýta hana. Fram er með fullt hús stiga á toppi deildarinnar eftir fimm leiki en Vestri með sex stig í 8. sæti deildarinnar.

DEILA