Kaldrananeshreppur gefur veiðidaga

Sveitarstjórn Kaldrananeshrepps ákvað á fundi sínum þann 25. júní s.l. að gefa íbúum Kaldrananeshrepps þá veiðidaga sem sveitarfélagið fékk úthlutað vegna jarðanna Skarðs og Klúku. 

Samtals var úthlutað rúmlega 80 veiðidögum en því miður eru veiðidagar færri en íbúar og fengu því ekki allir úthlutun. 

Ef íbúi sér ekki fram á að nýta veiðidaginn sinn, þá er honum velkomið að láta vita og úthlutin fer þá til þess sem næstur er í röðinni