Ísafjarðarbær: viljayfirlýsing um þjóðgarð lögð fyrir bæjarráð

Á fundi bæjarráðs í gær voru lögð fram drög að viljayfirlýsingu umhverfis- og auðlindaráðherra, Ísafjarðarbæjar og Vesturbyggðar um málefni þjóðgarðs á sunnanverðum Vestfjörðum og þróun þjóðgarðsins til framtíðar.

Bæjarráð samþykkti þau drög að viljayfirlýsingu sem liggja fyrir og fól bæjarstjóra að vinna málið áfram og leggja fyrir bæjarstjórn til samþykktar.

Drögin hafa ekki verið birt. Samkvæmt heimildum Bæjarins besta er í yfirlýsingunni fjallað um sameiginlegan vilja ráðherra og sveitarfélaganna um innviðauppbyggingu og fjölda starfa sem þarf til þess að ná markmiðum með stofnun þjóðgarðsins. Í því mun ekki felast nein skuldbinding um fjárframlög.

DEILA