Ísafjarðarbær: Tangi hlýtur viðurkenningu

Helga Björk Jóhannsdóttir, leikskólastjóri á Sólborg, Elísabet Samúelsdóttir, formaður fræðslunefndar, Jóna Lind Kristjánsdóttir, deildarstjóri Tanga, Hafdís Gunnarsdóttir, sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs Ísafjarðarbæjar, Jensína K. Jensdóttir, aðstoðarleikskólastjóri á Sólborg.

Leikskóladeildin Tangi á Ísafirði hefur hlotið viðurkenningu fræðslunefndar Ísafjarðarbæjar fyrir framúrskarandi skólaumhverfi vegna þess öfluga útináms sem deildin býður upp á.

Í rökstuðningi nefndarinnar segir meðal annars:

„Verkefnið gengur út á að auka þekkingu nemenda á nánasta umhverfi sínu og á veðrinu, auka samstöðu nemenda og efla nemendur í að fara út í allskonar veðri. Starfsfólk og nemendur Tanga láta veðrið ekki stöðva sig þegar til dæmis er farið á gönguskíðum um bæinn, í ævintýraferð inn í skóg eða þegar gerð eru skýli upp í Stórurðarlundi. Útinámið á Tanga þykir bæði framúrskarandi og metnaðarfullt, sem vekur athygli langt út fyrir bæjarmörkin.“

DEILA