Ísafjarðarbær: bæjarstjórnarfundur í dag. Þjóðgarður til afgreiðslu

Málefni þjóðsgarðs á Vestfjörðum verða tekin til afgreiðslu á fundi bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar í dag, síðast fundi fyrir sumahlé.

Fyrir verður tekin tillaga frá bæjarráði um afgreiðslu mála sem varða þjóðgarð á Vestfjörðum. Hins vegar kemur ekki fram hvað nákvæmlega verður afgreitt né hver tillaga bæjarráðs er þar um.

Haft var samband við oddvita meirihlutaflokkanna Daníel Jakobsson og Marzellíus Sveinbjörnsson en samkvæmt svarskilaboðum verða þeir báðir í fríi til mánaðamóta.

Á síðasta fundi bæjarstjórnar 3. júní sl var samþykkt viljayfirlýsingu umhverfis- og auðlindaráðherra, Ísafjarðarbæjar og Vesturbyggðar um málefni þjóðgarðs á sunnanverðum Vestfjörðum og þróun þjóðgarðsins til framtíðar.

Friðunarskilmálar þjóðgarðsins hafa ekki verið samþykktir og drög sem birt voru í upphafi hafa tekið breytingum. Þær breytingar hafa ekki verið birtar.

Bæjarráðið bókaði á síðasta fundi sínum að framundan væru fundir með umhverfisráðherra og Umhverfisstofnun til að fara yfir athugasemdir um friðlýsingarskilmála og styrkingu raforkukerfisins á svæðinu. Það gefur til kynna að friðunarskilmálarnir verði ekki afgreiddir á fundinum dag.

Helst er tekist á um heimildir til rannsókna á virkjunarkostum innan væntanlegs þjóðgarðs sem gefa 10 MW eða meira afl. Hefur Orkubú Vestfjarða bent á Vatnsfjarðarvirkjun sem ákjósanlegan kost.

Rebekka Hilmarsdóttir, bæjarstjóri í Vesturbyggð upplýsir í morgun á bb.is að aldrei hafi staðið til að heimila þann virkjunarkost og bendir Vesturbyggð á aðra kosti Vestfjörðum sem hafa verið til skoðunar í Rammaáætlun.

DEILA