Hátíðahöld á 17. júní á Ísafirði

Eftirfarandi kemur fram á vefsíðu Ísafjarðarbæjar varðandi hátíðahöld 17. júní

Dagskrá á Ísafirði

11:00 Hátíðarmessa í Ísafjarðarkirkju


13:00-15:00 Ratleikur í boði Körfuknattleiksdeildar Vestra. Upplýsingar á söluborði við Silfurtorg.
14:00 Hátíðardagskrá á Silfurtorgi

  • Lúðrasveit leikur fyrir gesti
  • Hátíðarræða
  • Hátíðarkór, stjórnandi Tuuli Rähni
  • Ávarp fjallkonu
  •  

14:00 Barnaleikrit á sjúkrahústúninu

  • Kómedíuleikhúsið sýnir leikritið Dimmalimm sem er án efa eitt ástsælasta ævintýri þjóðarinnar. Sagan er eftir listamanninn Mugg frá Bíldudal. Ævintýrið fjallar um prinsessuna Dimmalimm sem eignast góðan vin sem er stór og fallegur svanur. En eins og í öllum góðum sögum þá gerist eitthvað óvænt og ævintýralegt.

Þá verður Körfuknattleiksdeild Vestra með söluborð við Silfurtorg og uppi á sjúkrahústúni.

Dagskrá á Hrafnseyri

13:00-13:45 Hátíðarguðþjónusta
14:15 Setning Þjóðhátíðar

Tónlist: Bergþór Pálsson, skólastjóri Tónlistaskólans á Ísafirði.
Hátíðarræða: Elísabet Jökulsdóttir, rithöfundur.

15:00 Háskólahátíð í tilefni útskriftar vestfirskra háskólanemenda. Kynnir er prófessor Guðmundur Hálfdanarson.

Opnun myndlistarsýningar sumarsins eftir myndlistarkonuna Önnu Júlíu Friðbjörnsdóttur.

Kaffiveitingar á meðan hátíð stendur.

Rútuferð, Ísafjörður – Hrafnseyri, fólki að kostnaðarlausu.

Rútan fer frá Háskólasetri Vestfjarða á Ísafirði kl. 11:30
Rútan fer frá Hrafnseyri kl. 17:00
Vinsamlegast hafið samband við reception@uwestfjords.is eða í síma 450 3040 til að skrá ykkur í rútu.

Kaffi og afmælisterta í boði Hrafnseyrar verður á meðan á dagskrá stendur fram til kl. 17:00. Einnig verður hægt að kaupa súpu með brauði.

DEILA