Harmonikudagurinn á Þingeyri 12. júní 2021

Harmonikkudagurinn á Þingeyri, júní 2021.

Laugardaginn 12. júní  s.l. var  Harmonikudagurinn haldinn hátiðlegur  í  Félagsheimilinu á  Þingeyri. Þessi samkoma á sér ríka hefð  á  Þingeyri þar sem  HARMONIKUKARLARNIR  og  LÓA   ásamt fleirum  hafa staðið  fyrir balli og kaffiveitingum í samvinnu við Kvenfélagið Von ár hvert  allt aftur til ársins 1982, um hábjartan dag.

Harmonikufélag Vestfjarða lagði hönd á plóg við undirbúning  þetta árið  og bauð öllum sem mættu upp á frítt kaffi, kleinur og vöfflur með rjóma,  sem Kvenfélagið Von annaðist með  sóma. Alls þáðu 97 manns veitingar auk annara sem litu inn til að dansa, hlusta  og hitta mann og annann.

HARMONIKUKARLARNIR og LÓA  stigu fyrst á svið,  7 talsins, meðalaldurinn  80 ár og spiluðu stanslaust í klukkustund og slógu ekkert af. Síðan tóku við þeir  Baldur Geirmunds, Villi Valli og Magnús Reynir, meðalaldur 84 ár, og spiluðu  til kl 5 síðdegis, þar með lauk þessari hátíð sem hófst kl 3.

Áður var haldinn aðalfundur Harmonikufélags  Vestfjarða fyrir árin 2019 og 2020. Fór hann fram með hefðbundnum hætti. Núverandi stjórn skipa: Hafsteinn Vilhjálmsson formaður, Magnús Reynir Guðmundsson varaformaður, Sigríður Gunnarsdóttir ritari, Karitas Pálsdóttir gjaldkeri og Helga Ásgeirdóttir meðstjórnandi.

Myndir: Haukur Sigurðsson.

Harmonikkudagurinn á Þingeyri, júní 2021.
DEILA