Hamingjudagar á Hólmavík

Hamingjudagar eru bæjarhátíð Strandabyggðar og hefur verið árlegur viðburður frá 2005. Hátíðin hófst í gær og stendur fram á sunnudag.

Vonast er til að sem flestir heimamenn taki þátt í þeim viðburðum sem boðið er uppá.

Hátíðin er einnig hugsuð sem átthagamót fyrir brottflutt Strandafólk og Hólmvíkinga og vettvangur til að hittast og eiga góða stund á heimaslóð.

Dagskrá Hamingjudaga 2021

Birt með fyrir vara um breytingar og viðbætur 🙂

Miðvikurdagur 23. júní
20:00     Dagur hinna villtu blóma. Gönguferð og vöfflukaffi á Sævangi

Fimmtudagur 24. júní

17-19      Garðpartý Ozon á tjaldsvæðinu. Komdu með gleðina og þitt á grillið
17:00      Kubbmót HSS á tjaldsvæði, við ærslabelginn
20:00      Kómedíuleikhúsið og Ljóðasetur Íslands flytja dagskrá um Stein Steinarr í Steinshúsi við Ísafjarðardjúp


Föstudagur 25. júní:

10-12      Grilldagur leikskólabarna og fjölskyldna þeirra í leikskólanum Lækjarbrekku
16:00      Frumsýning stuttmynda frá stuttmyndanámskeiði LeikfélagsHólmavíkur í Félagsmiðstöðinni Ozon
17:00      Setning hátíðarinnar, afhending menningarverðlauna og sýningaropnun í Hnyðju
17-21      Sýning Rutar Bjarnadóttur opin í Hnyðju
18:00      Sjósportfélagið Rán stendur fyrir sjósundi við Stóru Grund. Öll velkomin
20:00      Brekkusöngur  og almenn hamingja á Toggatúni
20:30      Toyrun bifhjólasamtökin mæta á Toggatún fyrir hönd Píeta samtakanna
18-21      Hlaðborð á Café Riis
22-00      Hamingjustuð Café Riis


Laugardagur 26. júní:

08:30      Hamingjuhlaup hefst í Þorskafirði og hlaupið er yfir Kollabúðarheiði
11:00      Leikhópurinn Lotta sýnir pínuLitlu gulu hænuna á Braggatúni
11-17      Sýning Rutar Bjarnadóttur opin í Hnyðju
11:30-14 Opið hús í Hólmadrangi og dýrindis sjávarráttarsúpa í boði, gegnið inn að aftan
12-16      Karnival á Galdratúninu – Hoppukastali, Nerf-völlur, panna, tónlist, leikir og ýmislegt fleira
12-16      Opin „hús“ og önnur mannvirki á víð og dreif
12-13:30 Tekið á móti kökum í Hnyðju
13:00      Quiddich keppni undir stjórn galdranornar á Galdratúni
14:00      Svavar Knútur spilar fyrir íbúa á hjúkrunardeild Heilbrigðisstofnunarinnar
14:00      Hamingjuhlaðborð Galdratún
15:00      Froðurennibraut Slökkviliðs Hólmavíkur í Kirkjuhvamminum
17:00      Svavar Knútur og Aðalsteinn Ásberg flytja dagskrá um Stein Steinarr í Steinshúsi við Ísafjarðardjúp
18-21      Hlaðborð á Café Riis Café Riis
20:00      Pub quiz á Kaffi Galdri
22-00      Hamingjustuð Café Riis

Sunnudagur 27. júní:

11:00      Úti-fermingarmessa og messukaffi í kirkjugarðinum í Tröllatungu
12-14      Hamingjubrönsj á Café Riis
13:00      Polla- og pæjumót HSS í knattspyrnu á Skeljavíkurgrundum
11-15      Sýning Rutar Bjarnasóttur opin í Hnyðju
15:00      Sýningin Förufólk og flakkarar opnuð á Sauðfjársetrinu. Dagrún Ósk Jónsdóttir og Jón Jónsson segja frá
15-18      Kaffihlaðborð á Sauðfjársetrinu
20:00      Uppistand á vegum Þjóðfræðistofu í Félagsheimilinu

Annað og gott að vita:

 • Krambúðin opin 09-21
 • Handverksbúðin Strandakúnst opin eftir þörfum
 • Íþróttamiðstöðin/sundlaugin opin 9-21
 • Café Riis opið og glæsileg hlaðborð, gott að panta borð í síma 451-3567
 • Sauðfjársetrið opið 10-18 og hamingjukaffi frá 15-18 á sunnudeginum
 • Galdrasafnið og Restaurant Galdur opið 10-18
 • Gistihús Hólmavíkur – kaffihúsið opið kl.14-18 og frameftir eftir stemmningu
 • Bistro 510 á tjaldsvæðinu opið 13-22
 • Golfvöllurinn opinn og bíður eftir þér
 • Salernisaðstaða opin á hafnarvoginni frá kl. 12-19 á laugardeginum
 • Sýning á listaverkum leikskólabarna í Íþróttamiðstöðinni á opnunartíma

Við minnum gesti og íbúa á ráðleggingar sóttvarnarlæknis v. Covid 19

 • Virðum fjarlægðarmörk
 • Sótthreinsum hendur og gætum hreinlætis
 • Hámarksfjöldi á samkomum eru 300 manns

Við erum öll almannavarnir!