Samevrópska bólusetningarvottorðið Græni passinn var tekið í gagnið hér á landi á dögunum.
Passinn verður aðgengilegur á vefsíðunni heilsuvera.is. og verður tekinn gildur hvort sem hann er í rafrænu formi eða einfaldlega útprentaður.
Þeir sem eru fullbólusett gegn COVID-19 geta nú fengið bólusetningarvottorð sem tekið verður gilt í öllum ríkjum Evrópusambandsins og EFTA frá og með fyrsta júlí.
Útgáfa samevrópskra bólusetningarvottorða er liður í því að opna landamæri innan Evrópu.
Á Græna passanum er svokallaður QR-kóði sem inniheldur allar mikilvægar upplýsingar um handhafa.