Galleri úthverfa: Grímulaus veisla með Úlfi Karlssyni

Í vikunni var opnuð í Gallerí úthverfu á Ísafirði sýningin grímulaus veisla með Úlfi Karlssyni. Sýningin verður opin til 4. júlí.

Í kynningu segir:

Eftir undanfarið covidtímabil með heftum samböndum og innilokun langar okkur að halda veislu. Hitta fólk og og jafnvel faðmast þegar við á. En í málverkunum búa karakterarnir í sinni eigin veröld, grímulausir, óttast allskonar, gera allskonar og gleðjast hvort sem það er viðeigandi eða ekki. Þeirra veisla er alltaf grímulaus. Varlega reynum við að losna við samviskubitið sem hefur fylgt mannlegu samneyti undanfarið og sláum upp veislu. Er í lagi að hafa grímuna bara í vasanum? Er virkilega komið sumar?

www. ulfurkarlsson.com

Úlfur Karlsson er fæddur í Gautaborg 1988. Hann er með diplóma frá Kvikmyndaskóla Íslands og Myndlistarskólanum á Akureyri og útskrifaðist með BA frá Listaháskólanum í Gautaborg 2012.

Verk Úlfs hafa verið sýnd víða, m.a. í Svíþjóð, Danmörku, Þýskalandi, Vínarborg, Frakklandi, Grikklandi, Lettlandi, Litháen, Kanada og Bandaríkjunum og verk eftir hann eru í eigu einkasafna í Austurríki og Lettlandi og Listasafns Reykjaness. Á Íslandi hefur Úlfur m.a. sýnt í Slunkaríki, D-sal Listasafns Reykjavíkur, Listasafni ASÍ, Gallerí MUTT, Listasafni Reykjaness, og sl. sumar málaði hann stórt veggverk í gömlu síldarverksmiðjunni í Djúpuvík.

DEILA