Fimm bæjarhátíðir fyrir eldri borgara

Í sumar og haust mun Ísafjarðarbær standa fyrir bæjarhátíðum fyrir eldri borgara í öllum byggðarkjörnum sveitarfélagsins auk Súðavíkur. 

Ísafjarðarbær fékk styrk frá Félagsmálaráðuneytinu vegna sérstakra viðbótarverkefna í félagsstarfi fullorðinna fyrir árið 2021 og verður hann nýttur til hátíðanna.

Dagskráin verður frá kl.14-17 og rúta verður í boði til og frá hverjum stað og þau sem treysta sér til að keyra sjálf eru að sjálfsögðu velkomin á sínum einkabílum.

Fyrsta hátíðin fer fram 24 júní á á Flateyri. Á dagskrá verður skoðunarferð um bæinn og nýju fyrirtækin sem eru að byggjast upp á Flateyri heimsótt. Kaffiveitingar í Gunnukaffi og opið verður í Gömlu bókabúðinni og á Vagninum.

Á Ísafirði þann 1 júlí verður verður Bryggjuhátíð og harmonikuball á höfninni. Ókeypis fyrir eldri borgara á sýninguna í Byggðasafni Vestfjarða í Neðstakaupstað og veitingar í Tjöruhúsinu.

Á Þingeyri verður bæjarhátíð 26 ágúst þar sem m.a. verður farið til hans Elfars Loga í Haukadal á leiksýninguna Gísli í Uppsölum. Boðið verður upp á skoðunarferð í Smiðjuna og á verkstæði fjöruperlanna. Vöfflukaffi verður á Hótel Sandafell.

Dagsetningar fyrir hátíðir á Suðureyri og í Súðavík verða kynntar nánar síðar en þær verða í september og október.

Allir eldri borgarar eru boðnir velkomnir og hvattir til að fjölmenn.