EINSTAKLINGSBUNDIN NEYSLA MEIRI Á ÍSLANDI EN Í ESB

Einstaklingsbundin neysla á mann á Íslandi var 24% meiri á Íslandi árið 2020 en að meðaltali í Evrópusambandslöndunum samkvæmt bráðabirgðatölum Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins.

Ísland er þriðja í röð 37 landa sem borin eru saman á eftir Lúxemborg og Noregi.

Til samanburðar var neysla á mann á Íslandi árið 2019 17% meiri en innan sambandsins að jafnaði og var Ísland þá í 5. til 6. sæti.