Bolungarvík: Markaðshelgin 2021

Markaðshelgin 2021 stendur yfir dagana 1.-4. júlí 2021 og verður það í þrítugasta sinn sem markaðsdagurinn er haldinn. 

Markaðshelgin er fjölskylduhátíð sem haldin er fyrstu helgina í júlí með markaðstorgi, leiklistar- og tónlistaratriðum og leiktækjum fyrir krakka á öllum aldri.

Dagskrá er í vinnslu og munu atriði bætast við eftir því sem á líður. Einnig ber að hafa fyrirvara á dagskráratriðum vegna stöðu farsóttarmála.

Fimmtudagur 1. júlí
07:00 Sundlaug Bolungarvíkur til 22:00
10:00 Sjóminjasafnið Ósvör til 16:00
17:00 Skrautfjaðrir Bolungarvíkur 🙂 verðlaunakeppni hefst
17:01 Iðunn og eplin í flutningi Kómedíuleikhúsins
18:00 Myndlistarsýning Grétu Gísladóttur opnar í Ráðhúsi
19:30 Konukvöld í Bjarnabúð

Föstudagur 2. júlí
07:00 Sundlaug Bolungarvíkur til 22:00
10:00 Sjóminjasafnið Ósvör til 16:00
17:00 Markaðsdagsmótið á Syðridalsvelli
18:00 Myndlistarsýning Grétu Gísladóttur í Ráðhúsi opin til 20:00
19:30 Skrúðganga litanna, rauða hverfið og bláa hverfið
20:00 Brekkusöngur og bál
21:00 Sungið með Söngelskum í minningu Áka Sigurðssonar í Félagsheimilinu

Laugardagur 3. júlí
10:00 Sundlaug Bolungarvíkur opin til 18:00
10:00 Sjóminjasafnið Ósvör til 16:00
13:00 Listsýning Örnólfs Guðmundssonar í Hjálmarshús i til 17:00
13:00 Myndlistarsýning Grétu Gísladóttur í Ráðhúsi opin til 18:00
13:00 Markaðstorgið, fjölbreytt, alþjóðlegt og skemmtilegt við Félagsheimilið
13:00 Krakkafjör, hoppukastalar og fleira skemmtilegt
13:00 Baldur Geirmunds, Villi Valli og Magnús Reynir á útisviðinu
13:30 Kalli Hallgríms á útisviðinu
14:00 Hljómórar á útisvðinu
14:30 Mariann syngur með hljómsveit lög Elton Johns og Bítlanna 
14:00 Loftbolti við Félagsheimilið
15:00 Stigið á bak með Gný

Sunnudagur 4. júlí
16:00 Myndlistarsýning Grétu Gísladóttur í Ráðhúsi opin til 18:00

DEILA