Bingó í Vest­ur­byggð

Menningar- og ferðamálafulltrúi Vesturbyggðar hefur útbúið fjögur bingóspjöld fyrir þá sem ferðast um í sumar og eru spjöldin aðgengileg á vefsíðu Vesturbyggðar.

Fólk er hvatt til að fylla út spjöldin og upplifðu allt það frábæra sem er í boði og taka myndir á ferða­laginu og merkja á samfé­lags­miðlum með #bingoi­vest­ur­byggd.

Að sögn ferðamálafulltrúa Vesturbyggðar er bingóið hugsað sem nokkurs konar hugmyndalisti fyrir heimafólk og gesti. Þar inn á eru bæði þekktar og faldar perlu í Vesturbyggð sem við vitum að bæði börn og fullorðnir munu hafa gaman af að heimsækja.

Markmiðið var að gefa heimafólki hugmyndir af því sem gaman væri að gera en einnig að fá fólk til að dvelja lengur við á svæðinu.

Í ár var ákveðið að hafa ekki verðlaun í boði fyrir kláruð spjöld en er það á dagskrá fyrir næsta sumar. Verðlaunin eru því ánægjan af því að hafa prufað allt það besta sem Vesturbyggð hefur upp á að bjóða

DEILA