Bíldudalur: framkvæmdir hefjast við 10 íbúða fjölbýlishús

Í síðustu viku var tekin fyrsta skóflu­stunga að 10 íbúða fjöl­býl­is­húsi við Hafn­ar­braut 9 á Bíldudal. Um er að ræða bygg­ingu Bæjar­túns ehf. á 4 íbúðum með stofn­fram­lögum ríkisins og Vest­ur­byggðar, en sveit­ar­fé­lagið leggur 13,4 millj­ónir í stofn­framlag til verk­efn­isins. Fjórar íbúðir eru byggðar af Nýja­túni leigu­fé­lagi ehf. og 2 íbúðir byggðar af Hrafnshól ehf.

Frá þessu er greint á vef sveitarfélagsins.

Iða Marsibil Jónsdóttir, forseti bæjarstjórnar, Friðbjörg Matthíasdóttir bæjarfulltrúi og Rebekka Hilmarsdóttir, bæjarstjóri ásamt Sigurði Garðarssyni fyrir hönd Bæjartúns, Nýjatúns og Hrafnshóla tóku fyrstu skóflustunguna.

Íbúðirnar eru 2ja og 3ja herbergja íbúðir, 51 m2 og 76 m2. Framkvæmdir munu hefjast á næstu vikum. Hluti þeirra íbúða sem byggðar verða eru þegar komnar á sölu, en íbúðunum er skilað fullbúnum með helstu tækjum í eldhúsi og gólfefnum.

Mikil eftirspurn er eftir íbúðarhúsnæði í Vesturbyggð og er bygging þessara 10 íbúða mikilvægt skref til að bregðast við þeirri miklu íbúafjölgun sem orðið hefur verið, en íbúar í Vesturbyggð eru nú 1.100 talsins.

DEILA