Fjölskylduhátíðin Bíldudals grænar baunir er haldin annað hvert ár, síðustu helgina í júní á Bíldudal.
Núna er komið að hátíðinni 2021. Lagt er upp með fjölbreytta fjöldskyldudagskrá, leiksýning, tónleikar, Í túninu heima, töfraskóli, BMX brós, froðugaman, skrímsli, andlitsmálning, hoppukastalar, fjöldasöngur og tónlist.
Vonast er til að hátíðin verði vel sótt en það er reynslan að brottfluttir og nágrannar hafa verið duglegir að taka þátt.
Fimmtudagur 24. júní
Íbúar skreyta hús og híbýli, íbúastemning og allir í stuði.
12:00 – 16:00 Eldsmiður í Gömlu smiðjunni
17:00 – 18:00 Baunahlaupið, götuhlaup. 2,5 km og 5 km. Baunaspíruhlaupið fyrir þau yngstu. Rásmark við Baldurshaga
18:00 – 20:00 Kjötsúpa í boði nefndarinnar á hátíðarsvæðinu
Föstudagur 25. júní
11:00 – 12:00 Dorgveiðikeppni í umsjá Jóns Þórðarsonar. Börn í fylgd með fullorðnum og eru á höfninni á ábyrgð foreldra.
13:00 – 14:30 Töfraskóli Einars Mikaels fyrir 6-12 ára í Baldurshaga. Einar Mikael kennir einföld og skemmtileg töfrabrögð – allir þátttakendur fá töfrakassa með sér heim. Frítt er inn á námskeiðið.
14:00 – 16:00 Hamagangur á Hóli! 9 holu golfmót – Golfklúbbur Bíldudals. Skráning á www.golf.is og Golfboxinu.
14:00 – 16:00 Eldsmiður í Gömlu smiðjunni.
14:00 Í túninu heima hjá Gauju Hlín, Dalbraut 42
15:00 Í túninu heima hjá Hjalta og Rögnu, Dalbraut 27
16:00 Í túninu heima hjá Ásdísi og Valda, Dalbraut 12
17:00 Í túninu heima hjá Jörundi og Sverri í Glaumbæ, Tjarnarbraut 19
16:00 – 18:00 Bumbubolti á sparkvelli – 4 manna lið. Skráning á Facebooksíðu Bíldudals Grænna eða á netfangi bildudalsgraenar@gmail.com
20:30 Setningarathöfn á Tungunni og hátíðin hringd inn. Tungusöngur og varðeldur. Gísli, Matti og Pétur Valgarð stjórna tungusöng.
22:00 Lifandi tónlist á Vegamótum
Laugardagur 26. júní
10:00 Líf í lundi í Seljadalsskógi (skógræktin). Létt skógarganga, fossarnir skoðaðir, boðið upp á nesti og notalegheit í Þormóðslundi. Mæting við Taglið.
11:30 – 12:30 Leiksýning Kómedíuleikhússins, Dimmalimm. Sýningin er á hátíðartorgi. Frítt inn.
12:30 Söguganga um Bíldudal með Jörundi Garðarssyni, gengið frá Gömlu smiðjunni um Milljónahverfið og yfir í útplássið
12:00 – 16:00 Eldsmiður í Gömlu smiðjunni
12:00 – 16:00 Íslenska Kalkþörungafélagið – Opið hús og skipulögð leiðsögn um verksmiðjuna.
13:00 – 15:00 Vöfflukaffi hjá Kollu og Ága.
14:00 – 16:00 Emmsjé Gauti og laxaveisla hjá Arnarlax
16:00 Í túninu heima hjá Hannesi og Helgu. Birkihlíð, Dalbraut 7.
13:00 – 17:00 Dagskrá á hátíðarsvæði
– BMX brós
– Dýragarður Silju og Dodda
– Andlitsmálning
– Hoppukastalar
– Markaðstjöld
20:30 – 00:00 Tónleikar á Hátíðartorgi
– DJ Hringó
– Pálmi Gunnarsson
– Spútnik
Sunnudagur 27. júní
12:00 – 16:00 Eldsmiður í Gömlu smiðjunni
11:00 Dregið úr baunahappdrætti – Vinningsnúmer birt á Facebooksíðu Bíldudals grænna. Vinningar afhentir á Dalbraut 12 (Ásdís og Valdi)
13:00 Tónleikar í Bíldudalskirkju – Þórarinn Hannesar flytur eigin lög við ljóð Arnfirðinga
21:00 Svavar Knútur – Tónleikar í Skrímslasetrinu (Aðgangseyrir).
Froðugaman (þegar veður leyfir, fylgist með á facebook og instagram) og hoppukastalar á slökkviliðstúni. Börn á ábyrgð foreldra:
- Föstudagur – laugardagur 13:00 – 17:00
- Sunnudagur 11:00 – 14:00