Arctic Fish: Ragna Helgadóttir ráðin sem verkefnastjóri byggingaframkvæmda

Ragna Helgadóttir hefur verið ráðin úr hópi 11 umsækjenda í nýtt starf hjá Arctic Fish sem verkefnastjóri byggingarframkvæmda. Megin verkefni hennar, fyrst um sinn, verður verkefnastjórn yfir stækkun seiðaeldisstöðvar félagsins í Norðurbotni í Tálknafirði. Sú framkvæmd fer vonandi af stað í lok sumars en um er að ræða tvöföldun á kerjamagni stöðvarinnar og byggingu 6.000 fermetra húsnæðis.

Ragna er með master í iðnaðar- og rekstrarverkfræði frá DTU og BSc. í Umhverfis- og byggingarverkfræði frá HÍ. Hún starfaði áður sem verkefnastjóri hjá HS Orku og þar áður hjá Munck Íslandi, LNS Saga og Ístak og er með fjölþætta reynslu af verkefnastjórnun þrátt fyrir ungan aldur.

Ragna er 28 ára frá Kjarri í Ölfusi.

DEILA