Andlát

Sólberg Jónsson, fyrrverandi sparisjóðsstjóri í Bolungavík er látinn á 86. aldursári. Hann var ráðinn sparisjóðsstjóri 1961 og gegndi starfinu til ársins 2000 er hann lét af störfum eftir 39 ára starf.

Sólberg var Bolvíkingur í húð og hár og bjó þar alla ævi.

Sparisjóður Bolungavíkur var stofnaður 1908 og voru sparisjóðsstjórar aðeins sex á starfstíma sjóðsins, en hann var sameinaður Sparisjóði Norðurlands árið 2014.