19. júní fögnuður Samtaka kvenna um Nýja stjórnarskrá verður m.a. á Ísafirði

Næstkomandi 19. júní kemur kvennakraftur stjórnarskrárkvenna saman í dagskrá í Reykjavík, á Ísafirði og Akureyri, en konur víðs vegar um landið verða einnig með óvænta gjörninga til að vekja athygli á Nýju stjórnarskránni. 

Samtök kvenna um Nýja stjórnarskrá standa fyrir viðburðunum og setja fram þá kröfu að Alþingi virði niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslu um tilllögur stjórnlagaráðs frá árinu 2012 segir í fréttatilkynningu frá samtökunum.

Dagskrá Ísafirði 

– Veitingahúsið Heimabyggð, allan daginn fram á kvöld

Veitingahúsinu Heimabyggð á Ísafirði verður breytt í stjórnarsKRÁ á Kvenréttindadaginn þann 19. júní. Það verður líf og fjör  á StjórnarsKRÁNNI allan daginn fram á kvöld þar sem Nýja stjórnarskráin verður sungin, rædd og lofuð. Ólöf Dómhildur Jóhannsdóttir verður með myndlistarsýningu og óvæntar veitingar verða í boði. Hápunktur dagsins verður um kl. 14:00 þegar Hjördís Þráinsdóttir brestur í söng og hver veit nema hún leiði okkur allar í fjöldasöng. Kvennalúðrasveitin okkar mætir líka og hefur hátt!

Hægt verður að fylgjast með hátíðahöldunum í Reykjavík á Facebook þar sem dagskráinn hefst kl 12:30: https://www.facebook.com/events/1213479919104821

DEILA