Yfirstandandi rannsókn á varphegðun og fari íslenska tjaldsins

Farnast tjöldum sem dvelja á Íslandi allan ársins hring eins vel og þeim sem halda á suðlægar slóðir yfir veturinn? Þetta er spurning sem rannsakendur við Háskóla Íslands og Háskólasetur Vestfjarða ætla að reyna að svara á komandi árum. Flestir tjaldar sem verpa á Vestfjörðum dvelja á Íslandi yfir vetrartímann og þá helst við strendur landsins, en annað gildir um tjalda sem verpa á Suðurlandi en þeir flytja sig flestir til annarra landa yfir veturinn samkvæmt rannsókn sem var birt árið 2020.

Rannsókn sem nú stendur yfir hefur það markmiði að skoða hvort tjaldur sem heldur sig á Íslandi yfir veturinn (gjarnan tjaldur sem verpir á Vestfjörðum) komi upp fleiri, færri eða jafnmörgum ungum miðað við tjald sem stundar far (aðallega tjaldur af Suðurlandi) og hvort það sé munur á árlegum lífslíkum þessara hópa. Hnattræn hlýnun hefur haft áhrif á veðurfar um allan heim og þessar breytingar gætu mögulega orðið til þess að fuglastofnar breyti farhegðun sinni. Tjaldar á Íslandi, sem geta annað hvort verið staðfuglar eða farfuglar, eru frábær tegund til að rannsaka viðbrögð dýrastofna við loftslagsbreytingum.

Rannsókn þessi er unnin í samvinnu við Náttúrustofu Vestfjarða og Þekkingarsetur Suðurnesja. Ef lesandi rekst á rannsakendur sem eru að mæla egg eða jafnvel merkja tjalda með litmerkjum (litlir plasthringir sem gera rannsakendum kleift að þekkja einstaka fugla), er velkomið að nálgast þá og spyrja spjörunum úr.

Það er Jose Alves sem hefur orð fyrir rannsóknarhópnum og hann sendir með myndir af tjaldi sem Veronica hefur tekið.

DEILA