Viðreisn í Skúrnum – samantekt

Rétt tæplega 10 manns mættu á fund Viðreisnar í Skúrnum þann 2. maí.

Guðmundur Gunnarsson sem vermir efsta sæti lista Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi leiddi fundinn og fór yfir helstu áherslumál og tók svo við fyrirspurnum frá þeim sem sátu fundinn.

Byrjaði á að taka fram að listinn í heild sinni verður birtur á næstu vikum.

Guðmundi var tíðrætt um rætur sínar og neista og ástríðu fyrir Vestfjörðum. Hagmunir svæða séu mismunandi og því þurfi þekkingu á þörfum svæðisins sem hann segist hafa.

Hann valdi Viðreisn þar sem það sé ungur flokkur og hægt sá að móta stefnu flokksins. Hann skoðaði aðra kosti en segist eiga mesta samleið með Viðreisn.

Hann vill leggja áherslu á fjölmenningarmál þar sem Vestfirðir hafi gífurlega reynslu í þeim málum.

Einnig vill hann einföldun kerfisins.

Guðmundur óskaði eftir því að þér sem sætu fundinn tæku fram hvaða mál þeir vildu skerpa á og voru allir sammála að málefni ellilífeyrisþega þyrftu endurskoðun, heilbrigðismálin þurfi að breytast sem og jaðarsvæðin, litlu þorpin þyrftu meiri stuðning.

Og að sjálfsögðu bárust Álftafjarðargöng til tals.