Vestri í undanúrslit í blaki karla

Frá leik Vestra í vor. Mynd: Blakfrettir.is

Karlalið Vestra í blaki vann Aftureldingu frá Mosfellsbæ öðru sinni á miðvikudaginn og vann þar sér þátttökurétt í undanúrslitum keppninnar um Íslandsmeistaratitilinn. Þetta er glimrandi árangur hjá liðinu sem kom upp úr annarri deildinni og er á fyrsta ári í efstu deild sem heitir Mizunodeildin.

Blakfrettir.is segja að Vestri hafi unnið sannfærandi sigur í leiknum, vann allar þrjár hrinurnar rétt eins og í fyrri leiknum á Ísafirði.

 Hjá Vestra var Hafsteinn Már Sigurðsson atkvæðamestur með 15 stig en næstur kom Felix Arturo Vazques Aguilar með 11 stig.

Vestri fer í undanúrslit og mætir þar Hamri frá Hveragerði en fyrsti leikur liðanna fer fram á Ísafirði næstkomandi sunnudag.

DEILA