Verð hærra á strandveiðum en margir veiða of mikið

Smábátar í höfninni á Vatneyrinni á Patreksfirði. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Fyrstu viku strandveiða lauk í gær.  Meðalverð á óslægðum þorski á fiskmörkuðum var 249 kr/kg á þessum fyrstu 4 dögum strandveiða í ár.   Það er 20 kr hærra verð en fékkst á sama tímabili í fyrra.  Þegar tekið er tillit til stöðu evrunnar gagnvart krónu er hækkunin milli ára um 14%. 

Landssamband smábátasjómanna bendir á margir gættu ekki að sér og veiddu umfram það sem leyfilegt er 650 þorskígildi, sem svarar til 774 kg af óslægðum þorski. Allur afli telur inn í pottinn og minnkar það sem kemur í hlut hvers og eins.

Fyrsta dag strandveiða var umframafli tæplega 10 tonn sem 111 bátar af 233 lönduðu. 

Ekki er sektað vegna slíkra brota, en verðmæti um­framafla renn­ur í rík­is­sjóð og má áætla að um 2,5 millj­ón­ir hafi runnið í rík­is­sjóð þennan fyrsta dag veiðanna

DEILA